mið 01. september 2021 13:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Sjaldan verið jafn erfitt að stilla upp í líklegt byrjunarlið Íslands
Icelandair
Verður Albert fremsti maður?
Verður Albert fremsti maður?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg er lykilmaður.
Jóhann Berg er lykilmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið leikur á morgun mikilvægan leik gegn Rúmeníu í undankeppni HM á Laugardalsvelli.

Það hefur sjaldan verið erfiðara að stilla upp í líklegt byrjunarlið. Ísland vann Rúmeníu 2-1 í umspilinu fyrir EM síðastliðinn október og frá þeim leik eru sex byrjunarliðsmenn horfnir; Ragnar Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Alfreð Finnbogason.

Svona spáir Fótbolti.net því að byrjunarliðið verði á morgun.



Kári Árnason er tæpur og Fótbolti.net spáir því að Brynjar Ingi Bjarnason og Hjörtur Hermannsson verði saman í hjarta varnarinnar. Þeir stóðu sig vel saman í sumarverkefninu og væri gaman að sjá þá fá tækifæri saman í keppnisleik.

Andri Fannar Baldursson, ungur leikmaður FC Kaupmannahafnar, kemur mögulega inn á miðsvæðið og verður þar með reynslumeiri mönnum.

Jóhann Berg Guðmundsson er algjör lykilmaður í þessu liði; hann kemur til með að byrja hægra megin.

Það er stórt spurningamerki hver byrjar á vinstri kantinum og í fremstu víglínu. Okkar gisk er að Jón Dagur Þorsteinsson fái kallið vinstra megin og Albert Guðmundsson sem fremsti maður. Albert er þekktari fyrir að spila í öðrum stöðum en landsliðsþjálfarinn tók það fram á blaðamannafundi að Albert gæti leyst allar stöður fremst á vellinum.

Leikurinn annað kvöld hefst 18:45. Svona er staðan í riðlinum fyrir leikinn:

1. Armenía 9 stig
2. Norður-Makedónía 6 stig
3. Þýskaland 6 stig
4. Rúmenía 3 stig
5. Ísland 3 stig
6. Liechtenstein 0 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner