Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   þri 02. júlí 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Olgeir hættur hjá Fylki (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltadeild Fylkis tilkynnti rétt í þessu að hún hefði gert samkomulag um starfslok við Olgeir Sigurgeirsson.

Olgeir hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og þjálfari í afreksstarfi félagsins. Hann var aðstoðarmaður Rúnars Páls Sigmundssonar.

Olgeir er 41 árs og lék á sínum ferli með ÍBV, Breiðabliki, Völsungi og Augnabliki. Hann var ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis fyrir tímabilið 2022. Áður hafði hann starfað sem aðstoðarþjálfari Breiðabliks og aðalþjálfari Augnabliks.

„Við þökkum Olgeiri fyrir gott samstarf síðustu ár. Leit að eftirmanni er þegar hafin," segir í tillynningu Fylkis. Fylkir er í botnsæti Bestu deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner