Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
banner
   þri 02. júlí 2024 16:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Olgeir veit ekki af hverju honum var sagt upp
Olgeir Sigurgeirsson.
Olgeir Sigurgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Rúnar Páll Sigmundsson og Olgeir.
Rúnar Páll Sigmundsson og Olgeir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrr í dag tilkynnti fótboltadeild Fylkis að hún hefði gert starfslok við Olgeir Sigurgeirsson sem hafði verið aðstoðarþjálfari meistarafloks karla og þjálfari í afreksstarfi félagins.

Fleira fylgdi ekki þeirri tilkynningu og hafði Fótbolti.net samband við Olgeir. Hann fékk símtal í gær og var í kjölfarið sagt upp.

„Ég fékk símtal í gær og í kjölfarið var mér tilkynnt að Fylkir ætlaði að gera breytingar. Ég veit ekki af hverju. Þetta kemur ekki frá Rúnari, heldur Fylki. Þetta kom mér á óvart og öllum sem ég hef talað við," sagði Olgeir.

Fylkir er á botni Bestu deildarinnar. Var eitthvað talað um stöðu Fylkis í Bestu deildinni?

„Nei, það var nefnilega talað um að það tengdist stöðunni í deildinni ekki neitt."

„Þetta var af þeirra frumkvæði og er ekki eitthvað sem mig langaði að myndi gerast. Ég sé mjög á eftir þessu, búinn að vinna virkilega gott starf þarna, átti frábært samstarf með Rúnari og hafði gífurlega mikla trú á þessum drengjum. Ég vildi frekar fá nýjan samning heldur en að vera sagt upp."


Nú er þetta nýskeð, hvernig er hugurinn núna? Langar þig að demba þér strax í næsta þjálfarastarf?

„Mig langar aðeins að ná utan um þetta. Ég er það heppinn maður að ég er í lífi fimm barna. Nú fæ ég bara að njóta þess að fara á N1 mótið og Gothia Cup. Ég ætla byrja á því að vera í kringum börnin mín og kærustu. Ég er ekkert farinn að hugsa um næsta starf, sé bara hvað gerist," sagði Olgeir sem var á sínu þriðja tímabili sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fylki.
Athugasemdir
banner
banner