Ingibjörg fær fyrirliðabandið í næstu leikjum

Ingibjörg Sigurðardóttir verður fyrirliði Íslands í næstu tveimur leikjum gegn Noregi og Sviss. Glódís Perla Viggósdóttir verður fjarri góðu gamni vegna meiðsla í þessu verkefni og Ingibjörg fær bandið í hennar fjarveru.
Glódís, Ingibjörg og Selma Sól Magnúsdóttir eru í fyrirliðateymi landsliðsins.
Glódís, Ingibjörg og Selma Sól Magnúsdóttir eru í fyrirliðateymi landsliðsins.
Ingibjörg sagði á fréttamannafundi í dag að hún væri mjög stolt af þessu og fjölskylda hennar líka.
„Tilfinningin er mjög góð en líka alveg smá 'scary'. Ég er bara spennt," sagði Ingibjörg. „Fyrir mér er þetta eitt það stærsta sem þú getur gert. Ég tek þessu mjög alvarlega og vil gera þetta vel. Ég hef unnið þétt með Glódísi og Selmu lengi núna."
Þetta er einn af stóru hápunktunum á ferlinum.
„Ég þrífst í svona hlutverki þar sem ég verð að taka ábyrgð og leiða hópinn. Þetta er mjög stórt fyrir mig og er spennt að sjá hvernig ég tækla þetta," sagði Ingibjörg.
„Þetta er líka stórt fyrir alla í kringum mig. Fjölskyldan hefur fylgt mér mjög lengi og þetta er örugglega enn stærra fyrir þau."
Athugasemdir