Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
   sun 05. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Fótboltinn byrjar að rúlla í ágúst - „Tókum þessa ákvörðun með forsetanum"
Stefnt er að því að spila í helstu deildum í ágúst
Stefnt er að því að spila í helstu deildum í ágúst
Mynd: EPA
Úkraínska knattspyrnusambandið stefnir nú að því að hefja leik í deildunum í ágúst en þetta staðfestir Andriy Pavelko, forseti sambandsins, í viðtali við AP.

Ekkert hefur verið spilað í Úkraínu síðan í febrúar en þá sendi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, her sinn inn í landið og hóf þar innrás.

Ástandið er slæmt í Úkraínu og hefur stríðið færst í suður og austurhluta landsins.

Pavelko, forseti úkraínska knattspyrnusambandsins, er nú vongóður um að hægt verði að spila fótbolta að nýju í ágúst, en hann átti gott samtal við Volodymir Zelenskyy, forseta Úkraínu.

„Við tókum ákvörðun með forsetanum að við myndum hefja leik í úkraínsku deildinni í ágúst. Við munum spila í öllum flokkum, semsagt úrvalsdeildinni, fyrstu, annarri og líka úrvalsdeild kvenna," sagði Pavelko.

Ræddu þeir saman um mikilvægi þess að spila fótbolta til að leiða hugann frá stríðinu en landslið Úkraínu leikur einmitt mikilvægan leik í dag er það mætir Wales í umspili um sæti á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner