Hættir með liðið eftir tímabilið
BÍ/Bolungarvík og Fjarðarbyggð mættust á Torfnesvelli á Ísafirði í dag, þar sem liðin gerðu jafntefli 2-2. Heimamenn komust í 2-0 í fyrri hálfleik, en misstu síðan niður forystuna.
Fótbolti.net fékk Jón Hálfdán Pétursson þjálfara liðsins í viðtal eftir leikinn.
Fótbolti.net fékk Jón Hálfdán Pétursson þjálfara liðsins í viðtal eftir leikinn.
„Seinni hálfleikurinn var bara eins og tímabilið í hnotskurn, þetta hefur verið svona í allt sumar, við höfum ekki getað klárað leiki þar sem við komumst yfir eins og tildæmis Selfoss og fleiri leikir og svo leikir þar sem við erum kannski flottir í fyrri hálfleik, en náum ekki að klára seinni hálfleikinn, það er bara eins og það er,“ sagði Jón er hann var spurður út í
hvað klikkaði í seinni hálfleiknum.
Er Jón var spurður hvort hann yrði áfram með liðið hafði hann eftirfarandi að segja:
„Nei, ég hef tilkynnt stjórninni það að ég ætlaði að nýta mér uppsagnarákvæði í samningnum hjá mér þannig að ég hætti núna eftir tímabilið.“
Viðtalið má í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir