Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 03. október 2024 21:51
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr Evrópu: Casemiro slakastur í Portúgal - Flott frammistaða hjá 17 ára leikmanni Tottenham
Mynd: Getty Images
Mikey Moore átti flottan leik
Mikey Moore átti flottan leik
Mynd: Getty Images
Chelsea, Manchester United og Tottenham spiluðu öll í Evrópu í kvöld, en Lundúnaliðin unnu bæði á meðan United gerði sex marka jafntefli gegn Porto í Portúgal.

Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro var slakasti maður United að mati Goal en hann fær aðeins 4 í einkunn. Miðverðirnir Lisandro Martínez og Matthijs De Ligt fá báðir fimm, eins og fyrirliðinn Bruno Fernandes, sem fékk sitt annað rauða spjald í vikunni.

Marcus Rashford spilaði aðeins 45 mínútur í leiknum, en tókst að skora og leggja upp. Hann var besti maður United í kvöld.

Einkunnir Man Utd gegn Porto: Onana (6), Mazraoui (6), Martínez (5), De Ligt (5), Dalot (6), Casemiro (4), Eriksen (7), Fernandes (5), Diallo (6), Höjlund (7), Rashford (8).
Varamenn: Garnacho (6), Evans (6), Antony (5), Zirkzee (5), Maguire (7).

Chelsea vann Gent, 4-2, í Sambandsdeildinni Portúgalski bakvörðurinn Renato Veiga skoraði og lagði upp. Hann fær 9 í einkunn, eins og Kiernan Dewsbury-Hall.

Einkunnir Chelsea gegn Gent: Jörgensen (7), Disasi (7), Adarabioyo (7), Badiashile (8), Veiga (9), Casadei (6), Dewsbury-Hall (9), Felix (8), Neto (7), Nkunku (8), Mudryk (6).
Varamenn: Guiu (6), George (6).

Hinn 17 ára gamli Mikey Moore heillaði með Tottenham sem vann Ferencvaros, 2-1, í Evrópudeildinni. Moore fær 8 eins og Pape Matar Sarr, Guglielmo Vicario og Archie Gray. Football.London sá um einkunnagjöf leiksins.

Einkunnir Tottenham gegn Ferencvaros: Vicario (8), Porro (7), Romero (7), Davies (6), Gray (8), Sarr (8), Bissouma (7), Bergvall (6), Moore (8), Lankshear (7), Werner (5).
Varamenn: Kulusevski (7), Johnson (7), Maddison (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner