Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   lau 08. september 2018 20:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Það er auðvelt að segja að þetta séu bara þrjú stig en þetta eru þrjú risastig
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson Þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Frábær sigur, við vorum ákveðnir í því í dag að mæta bara tilbúnir til leiks og ætluðum okkur stóra hluti í dag og vorum þéttir, spiluðum vel og fengum bara urmul af færum og í raun bara ótrúlegt miðað við aðra leiki Njarðvíkur í sumar að fá átta eða níu dauðafæri en það þurfti samt að búa til spennu í lokin en frábær sigur." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigur þeirra á Magna.

Lestu um leikinn: Njarðvík 2 -  1 Magni

Njarðvíkingar fengu magnaða Magnamenn í heimsókn í dag og buðu upp á ágætis skemmtun í 2-1 sigri í dag. Gríðarlega mikilvæg þrjú stig fyrir heimamenn og má í raun fara tala um að Njarðvíkingar séu svo gott sem sloppnir.
„Jájá það er auðvelt að segja að þetta séu bara þrjú stig en þetta eru þrjú risastig afþví þetta eru stigin sem að við mögulega þurfum í að ná markmiðum okkar, markmiðið var að halda okkur í deildinni og festa okkur í sessi hérna og ég held að þetta hafi verið vonandi það púsl sem við þurfum í það."

Magnamenn pressuðu svolítið á Njarðvíkinga undir lok leiks og miðað við sögu Njarðvíkinga í sumar hlítur þetta að hafa verið léttir að ná að halda þetta út og heyra lokaflautið.
„Eftir að við fáum þarna dauðafæri og þeir skora að þá eru þarna sjö-átta mínútur eftir og þá pressuðu þeir vel á okkur. Já flautið hjá dómaranum var sveitt sæti i dag og var óvenju sætt að heyra í dag."

Njarðvíkingar fara næst á Ólafsvík þar sem þeir sækja Víkinga heim en svo gæti farið að það skipti ekki máli hvernig fari í þeim leik til að verða endanlega búnir að tryggja sætið sitt að ári en er ekkert erfiðara að gíra menn upp í þannig stöðu?
„Alls ekki, ég held að það sé bara gaman að fara þangað og spila og ég að það verði bara alls ekki erfitt."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner