Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   þri 08. nóvember 2022 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Allardyce: Enginn hefur kennt Trent að verjast
Mynd: EPA

Enski landsliðshópurinn fyrir HM verður tilkynntur á fimmtudaginn en hægri bakvarðarstaðan hefur verið mikið í umræðunni.


England hefur úr nokkrum sterkum að velja en Reece James er fjarverandi vegna meiðsla. Þá er óvíst hvort Kyle Walker verði klár í slaginn.

Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool og Kieran Tripper, leikmaður Newcastle hafa meðal annars verið nefndir sem mögulegir byrjunarliðsmenn á HM.

Trent hefur verið gagnrýndur fyrir varnarleik sinn og Sam Allardyce fyrrum landsliðsþjáfari Englands er.

„Ef þeir eru allir klárir í slaginn verð ég að miða við hvernig þeir eru að spila núna. Trent er ekki að spila frábærlega. Ég elska hann, hann er ótrúlegur fótboltamaður en enginn hefur kennt honum að verjast, ég hef sagt það áður. Það er ekki eins mikilvægt og það var á okkar tímum, þá var það mikilvægast en nú er það í aukahlutverki," sagði Allardyce.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner