Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 08. nóvember 2022 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór lofsamaður - „Var í raun besti leikmaður deildarinnar"
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson er sjöundi besti leikmaður ársins í sænsku úrvalsdeildinni að mati Fotbollskanalen.

Sænsku úrvalsdeildinni lauk síðasta sunnudag og voru það Valgeir Lunddal og félagar í Häcken sem stóðu uppi sem meistarar.

Fotballskanalen hefur upp á síðkastið verið að birta lista yfir bestu leikmenn deildarinnar. Í sjöunda sæti á listanum er landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson.

Norrköping endaði í tólfta sæti en Arnór var langbesti leikmaður liðsins á tímabilinu. Hann lék einungis ellefu leiki af 30 en kemst samt inn á listann.

„Var í raun besti leikmaður deildarinnar en er ekki á toppi listans því hann kom bara um mitt tímabil," segir í greininni um Arnór.

„Var algjör yfirburðarleikmaður í mörgum leikjum... sex mörk og fjórar stoðsendingar í ellefu leikjum verður að teljast mjög gott."

Arnór, sem er 23 ára, gekk aftur í raðir Norrköping frá CSKA Moskvu -síðastliðið sumar út af ástandinu í Rússlandi.
Athugasemdir
banner
banner