Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 08. nóvember 2022 21:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Birkir spilaði í bikarsigri en Rúnar var hvíldur - Sönderjyske og Leuven áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fjórða umferðin í tyrkneska bikarnum hófst í kvöld en tvö íslendingalið voru í eldlínunni.


Birkir Bjarnason lék allann leikinn fyrir Adana Demirspor sem vann Nazillispor sem spilar í þriðju efstu deild. Leikurinn endaði með 4-3 sigri Adana en Britt Assombalonga skoraði öll mörk Adana.

Rúnar Alex Rúnarsson var hvíldur þegar lið hans, Alanyaspor tók á móti Sakaryaspor en hann heufr verið fastamaður í deildinni. Alanyaspor vann 3-0.

Atli Barkarson lék allan leikinn fyrir Sonderjyske sem vann Nykoping 2-1 eftir framlengdan leik í Danmörku. Nyköping er á botninum í næst efstu deild á meðan Sonderjyske er í 5. sæti.

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliðinu hjá Leuvern sem valtaði yfir Francs Borains í belgíska bikarnum. Hann var tekinn af velli í hálfleik þegar staðan var 2-0.

Þá spilaði Kolbeinn Finnsson 85 mínútur í 2-0 tapi varaliðs Dortmund gegn Viktoria Koln í þriðju efstu deild í Þýskalandi. Liðið er í 13. sæti með 18 stig eftir 16 leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner