Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   þri 08. nóvember 2022 20:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Björn Daníel og Eggert áfram í FH (Staðfest)
Björn Daníel.
Björn Daníel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á stuðningsmannakvöldi FH í Kaplakrika í kvöld verður nýr þjálfari FH liðsins kynntur til leiks. Heimir Guðjónsson er að taka við liðinu fimm árum eftir að ákveðið var að láta hann fara frá félaginu. Þá hafði Heimir verið í FH í eftir sautján ár, fyrst sem leikmaður, svo aðstoðarþjálfari og svo þjálfari.

Við sama tilefni var tilkynnt að búið væri að framlengja við tvo leikmenn félagsins sem urðu samningslausir undir lok tímabils. Það eru þeir Björn Daníel Sverrisson og Eggert Gunnþór Jónsson, þeirra samningar voru framlengdir um eitt ár.

Björn Daníel var besti leikmaður liðsins á tímabilinu, hann er 32 ára uppalinn FH-ingur sem lék alla 27 deildarleiki liðsins og fimm leiki í bikarnum.

Eggert er 34 ára miðjumaður sem gekk í raðir FH árið 2020 eftir fimmtán ár í atvinnumennsku. Í sumar lék hann 20 deildarleiki og fimm leiki í bikarnum. Egggert getur einnig spilað sem miðvörður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner