Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. nóvember 2022 19:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin í deildabikarnum: Tuttugu breytingar hjá Everton og Bournemouth - Jói Berg byrjar
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Það er einn úrvalsdeildarslagur í enska deildabikarnum í kvöld þar sem Bournemouth og Everton mætast.


Það eru níu breytingar á liði Bournemouth síðan um helgina og ellefu hjá Everton. Markvörðurinn Mark Travers og varnarmaðurinn Chris Mepham halda sæti sínu hjá Bournemouth.

James Garner byrjar sinn fyrsta leik fyrir Everton síðan hann kom frá Man Utd í sumar en hann hefur komið við sögu í sex leikjum í deildinni. Þá er Yerry Mina í byrjunarliðinu en hann hefur verið lengi frá vegna meiðsla.

Thomas Frank stillir upp sterku liði Brentford gegn Gillingham en Ivan Toney er fremstur. Brendan Rodgers stillir einnig upp sterku liði hjá Leicester gegn Newport.

Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Burnley sem mætir Crawley.

Bournemouth: Travers, Stephens, Mepham, Christie, Rothwell, Stacey, Lowe, Stanislas, Pearson, Anthony, Zemura.

Everton: Begovic, Patterson, Holgate, Keane, Gordan, Mina, Doucoure, Maupay, Davies, Vinagre, Garner.

Brentford: Raya; Roerslev, Zanka, Pinnock, Henry; Norgaard, Onyeka, Damsgaard; Ghoddos, Lewis-Potter, Toney

Leicester: Iversen, Justin, Evans, Faes, Thomas, Praet, Soumare, Ndidi, Perez, Barnes, Vardy.


Athugasemdir
banner
banner