32 liða úrslitin í enska deildabikarnum hófust í kvöld en það var einn úrvalsdeildarslagur á dagskrá þegar Bournemouth fékk Everton í heimsókn.
Þetta byrjaði vel fyrir heimamenn þegar Jamal Lowe kom liðinu yfir snemma leiks eftir sendingu frá Junior Stanislas.
Anthony Gordon leikmaður Everton var heppinn að sleppa með gult spjald eftir brot á Jordan Zemura undir lok fyrri hálfleiks. Útlitið varð ansi svart fyrir Everton í upphafi síðari hálfleiks þegar Stanislas skoraði eftir skelfileg mistök í vörn Everton. Lowe lagði upp markið.
Frank Lampard gerði þrefalda breytingu strax í kjölfarið og varamaðurinn Demarai Gray gaf liðinu líflínu með marki stuttu síðar. Bournemouth kláraði hins vegar leikinn með tveimur mörkum á fjögurra mínútna kafla undir lok leiksins. 4-1 lokatölur.
Það voru aftur skelfileg varnarmistök hjá Everton í fjórða markinu en Siriki Dembele náði boltanum af Nathan Patterson sem var of lengi að athafna sig í öftustu línu.
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem lagði Crawley 3-1. Burnley lenti undir en Ashley Barnes jafnaði metin en þetta var fyrsta mark hans á heimavelli síðan í febrúar í fyrra.
Jamie Vardy skoraði tvö í 3-0 sigri Leicester á Newport. Gillingham gerði sér lítið fyrir og vann Brentford í vítaspyrnukeppni.
Bournemouth 4 - 1 Everton
1-0 Jamal Lowe ('7 )
2-0 Junior Stanislas ('47 )
2-1 Demarai Gray ('67 )
3-1 Emiliano Marcondes ('78 )
4-1 Jaidon Anthony ('82 )
Brentford 1 - 1 Gillingham (Ólokið)
1-0 Ivan Toney ('3 )
1-1 Mikael Mandron ('75 )
Bristol City 1 - 3 Lincoln City
0-1 Matty Virtue ('6 )
0-2 Ben House ('15 )
0-3 Paudie OConnor ('49 )
1-3 Tommy Conway ('80 )
Burnley 3 - 1 Crawley Town
0-1 Dominic Telford ('22 )
1-1 Ashley Barnes ('24 )
2-1 Anass Zaroury ('79 )
3-1 Anass Zaroury ('90 )
Leicester City 3 - 0 Newport
1-0 James Justin ('44 )
2-0 Jamie Vardy ('70 )
3-0 Jamie Vardy ('82 )
Milton Keynes Dons 2 - 0 Morecambe
1-0 Warren O'Hora ('18 )
2-0 Matthew Dennis ('51 )
Stevenage 5 - 6 Charlton Athletic (Eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 Luke Norris ('22 , víti)
1-1 Chuks Aneke ('87 )