Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   þri 08. nóvember 2022 20:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland valinn í norska landsliðið fyrir tvo æfingaleiki

Noregur mun ekki taka þátt á HM í Katar en liðið mun spila tvo æfingaleiki, gegn Írlandi heima og Möltu ytra.


Erling Haaland framherji Manchester City hefur verið valinn í hópinn en hann hefur verið að berjast við smávægileg meiðsli að undanförnu.

„Ég spjallaði við Haaland fyrir nokkrum dögum. Það er óvissa með líkamlega formið á honum en við getum ekki verið án hans í a.m.k. einum af þessum leikjum," sagði Stale Solbakken landsliðsþjálfari Noregs um valið.

„Við sjáum til eftir þessa tvo leiki sem City á eftir. Haaland vill sjálfur spila með landsliðinu svo ef hann er heill heilsu mun hann spila."


Athugasemdir
banner