Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   þri 08. nóvember 2022 20:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hræddur um að Coutinho verði frá næstu mánuðina

Philippe Coutinho er frá vegna meiðsla næstu tvo mánuði en þetta segir sérfræðingur í læknisfræði.


Coutinho meiddist á æfingu fyrir leik liðsins gegn Manchester United um helgina.

Ben Dinnery sérfræðingur í læknisfræði ræddi um Coutinho á Youtube rásinni FPL Injuries en hann segist hræddur um að Coutinho verði lengi frá.

Brasilíski leikmaðurinn var ekki valinn í landsliðshópinn sem fer á HM í Katar en hann hefur ekki átt gott tímabil með Aston Villa. Hann hefur ekki komið að neinu marki.


Athugasemdir
banner
banner
banner