Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. nóvember 2022 10:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikbreytir að heimavöllurinn sé kominn heim - „Allt miklu betra við þetta"
Stúkan utan á félagsheimilinu.
Stúkan utan á félagsheimilinu.
Mynd: Fótbolti.net
Þétt setið í stúkunni.
Þétt setið í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA hefur undanfarin tvö tímabil leikið á Dalvíkurvelli í upphafi Íslandsmóts þar sem völlur liðsins á Akureyri hefur ekki verið leikfær. Tímabilið 2021 var Akureyrarvöllur ekki tilbúinn fyrr en vel var liðið á sumarið en í ár var var beðið eftir því að völlur liðsins við KA heimilið yrði tilbúinn.

Við KA heimilið er gervigrasvöllur en í vor þurfti að skipta um gras og setja upp stúku svo áhorfendur gætu komið og séð liðið spila.

Stúkan var klár í júní og lék KA heimaleiki sína á sínu heimasvæði út tímabilið.

Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA, var til viðtals í síðustu viku og var hann spurður út í heimavöllinn. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum neðst í fréttinni.

„Þetta skiptir öllu máli, maður var orðinn ógeðslega þreyttur á því að keyra út á Dalvík. Völlurinn þar er frábær, en að keyra út á Dalvík í 30 mínútur, æfa og keyra sveittur heim, það var svona það sem mér fannst hræðilegt við þetta. Við vildum taka æfingar 1-2 dögum fyrir leik á vellinum. Mér fannst verra að fara þangað til að æfa, annað þegar við vorum að keppa."

„Í byrjun tímabilsins var kalt og heimamenn ekki endilega að nenna hálftíma keyrslu á völlinn. Það voru færri í stúkunni sem var mínusinn við þetta. Að vera ekki á heimavelli... ég bý tvær mínútur frá KA heimilinu, þar líður manni eins og heima."

„Þegar við vorum að æfa í hádeginu daginn fyrir leik voru þeir sem voru í vinnu að missa út fjóra tíma í staðinn fyrir tvo."

„Það er fínt fyrir fólkið að geta rölt á völlinn, stúkan er miklu nær vellinum og allt er miklu betra við þetta. Mikill leikbreytir."


Það á að koma nýr völlur á KA svæðinu á næstu árum. „Stúkan þar á að vera klár eftir tvö ár. Ég held þetta verði mjög flott," sagði Daníel.
Útvarpsþátturinn - Boltafréttir, Arsenal og Danni Hafsteins
Athugasemdir
banner
banner
banner