
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, fór í sjónvarpsþátt á BBC um liðna helgi þar sem hann leit frekar vandræðalega út.
Ástæðan fyrir því að hann leit vandræðalega út er sú að hann var spurður út í HM í Katar.
Neville hefur fengið mikla gagnrýni eftir að hann samþykkti starf hjá ríkismiðlinum beIN SPORTS í Katar fyrir HM í vetur. Neville mun græða fúlgufjár sem sérfræðingur stöðvarinnar, en mikið af fólki hefur gagnrýnt Neville fyrir að taka að sér starfið í ljósi mannréttindabrota sem framin hafa verið í Katar í kringum mótið.
Neville var spurður að því í sjónvarpsþættinum af hverju hann væri að taka þetta starf að sér. Hann sagði þá: „Þú ert með val. Mín hugsun hefur alltaf verið sú að þú vekur athygli á vandræðunum í þessum löndum og talar um þau, eða þá að þú verður eftir heima og segir ekkert."
Þáttastjórnandinn vakti þá athygli á öðrum möguleika fyrir Neville. „Þú verður heima og vekur athygli á vandamálunum þaðan. Þú þarft ekki að taka við peningum frá þeim í Katar."
Þetta er kostuleg klippa en hana má sjá hér fyrir neðan.
Sjá einnig:
Neville kallaður hræsnari - Beckham líka harðlega gagnrýndur
Gary Neville getting called out for his Qatari hypocrisy is a great watch. pic.twitter.com/exrOgBoJFm
— Emily Hewertson (@emilyhewertson) November 4, 2022
Athugasemdir