Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. nóvember 2022 19:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Raya: Toney hefur gert meira en nóg til að fá kallið
Mynd: Getty Images

Enski landsliðshópurinn sem fer á HM í Katar verður kynntur á fimmtudaginn. Spænski markvörðurinn David Raya, leikmaður Brentford var spurður hvort Ivan Toney sóknarmaður liðsins ætti skilið að vera í hópnum.


„Mér finnst það, mér finnst hann vera búinn að sýna það síðustu ár. Sérstaklega á síðustu leiktíð og á þessari leiktíð, hann skorar mörk og hjálpar liðinu að vinna leiki. Hann hefur gert meira en nóg til að fá kallið," sagði Raya.

Enska liðinu hefur gengið illa í vítaspyrnukeppnum og það er eftirminnilegt þegar liðið tapaði í úrslitum á EM 2020. Toney er mjög sterkur á punktinum, er þess vegna mikilvægt að hann sé í hópnum?

„Það er einn af hans styrkleikum. Ég myndi ekki hugsa mig tvisvar um, ef ég myndi velja einhvern í heiminum myndi ég velja Ivan til að taka víti. Það er svo eritt að verja þetta og tölfræðin segir sitt, held hann hafi skorað úr 29 af 29," sagði Raya.

Raya hefur ekki þurft að mæta Toney oft á æfingum.

„Ég er ekki oft í marki þegar hann tekur víti. Við erum oft að fíflast og það er ekki eins og í leikjum. Hann er mun einbeittari í leikjum. Ég hef mögulega varið eina eða tvær spyrnur en það er bara á æfingu," sagði Raya að lokum.

Toney á enn eftir að spila landsleik en hann var valinn í hópinn í September þegar liðið mætti Ítalíu og Þýskalandi en hann kom ekkert við sögu i þeim leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner