banner
   þri 08. nóvember 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Siglt svolítið undir radarinn hjá knattspyrnuáhugamönnum"
Lengjudeildin
Valdimar Daði
Valdimar Daði
Mynd: Thorsport.is
Valdimar Daði Sævarsson var á laugardag kynntur sem nýr leikmaður Þórs. Valdimar er uppalinn hjá KR en hefur undanfarin ár leikið með KV á láni.

Hann er fyrrum unglingalandsliðsmaður og vann Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, með honum á sínum tíma í unglingalandsliðunum.

„Hann er ógeðslega skemmtilegur leikmaður. Ég er búinn að fylgjast með honum lengi, hann var með mér í U15 á sínum tíma, er fljótur, teknískur og með góðar hreyfingar. Nútíma fótboltamaður sem hefur siglt svolítið undir radarinn hjá knattspyrnuáhugamönnum. Ég held að hann henti okkur alveg gríðarlega vel," sagði Láki í viðtali hér á Fótbolti.net í gær. Viðtalið við hann má sjá í heild sinni í spilaranum hér neðst í fréttinni.

Faðir Valdimars Daða er búsettur á Akureyri og er því Valdimar ekki ókunnur Þorpinu. Valdimar Daði hefur æft með yngri flokkum Þórs'i gegnum tíðina þegar hann hefur dvalið fyrir norðan.

Hann er tvítugur og getur leikið allar sóknarstöðurnar á vellinu, hann hefur spilað 42 leiki í meistaraflokki fyrir KR og KV og skorað 6 mörk. Hann hefur einnig spilað 7 leiki fyrir unglingalandslið Íslands.
„Veit ekki hvernig Þór ætlaði að lifa af næstu 2-3 árin ef við hefðum ekki gert það"
Athugasemdir
banner
banner
banner