þri 08. nóvember 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjöttu þjálfaraskiptin á þremur árum - Leita aftur til fyrrum þjálfara
Heimir Guðjóns er að taka aftur við í Krikanum.
Heimir Guðjóns er að taka aftur við í Krikanum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson kemur til með að vera kynntur sem nýr þjálfari meistaraflokks karla hjá FH síðar í dag.

Líklegt er að Sigurvin Ólafsson verði aðstoðarmaður Heimis en Sigurvin var aðstoðarmaður Eiðs Smára Guðjohnsen og stýrði svo FH á lokakafla Bestu deildarinnar í sumar.

Heimir stýrði FH til fimm Íslands­meist­ara­titla sem aðalþjálf­ari, síðast 2016, og eins bikar­meist­ara­titils. Heim­ir var lát­inn fara frá FH haustið 2017.

Það verður verk að vinna fyrir Heimi og hans menn í Kaplakrikanum en FH var nálægt því að falla í Lengjudeildina í sumar og mikið talað um þörf á endurnýjun á leikmannahópnum.

Það er athyglisvert að þetta verða sjöttu þjálfaraskiptin hjá FH frá því Ólafur Kristjánsson fór til Esbjerg í Danmörku um mitt sumar 2020.

Þetta er þá ekki í fyrsta sinn sem FH er að leita aftur til fyrrum þjálfara. Félagið gerði það líka með Loga Ólafsson, Eið Smára Guðjohnsen og Ólaf Jóhannesson. Núna er það Heimir Guðjónsson.

2020
- Óli Kristjáns / Ási Haralds
- Eiður Smári / Logi Ólafs

2021
- Logi Ólafs / Davíð Þór
- Óli Jó / Davíð Þór

2022
- Óli Jó / Bjössi Hreiðars
- Eiður Smári / Sigurvin Ólafs
- Sigurvin Ólafs / Davíð Þór

2023
- Heimir Guðjóns / ?


Athugasemdir
banner
banner
banner