Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 08. nóvember 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
Töpin öðrum að kenna en sigrarnir honum að þakka
Ralph Hasenhuttl.
Ralph Hasenhuttl.
Mynd: Getty Images
Ralph Hasenhuttl var rekinn frá Southampton í vikunni en liðið tapaði 4-1 gegn Newcastle og er í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni.

Charlie Austin segir að Hasenhuttl hai verið fljótur að „kasta leikmönnum fyrir rútuna" þegar illa gekk en tekið sjálfur hrósið þegar vel gekk.

Austin var hjá Southampton þegar Hasenhuttl var ráðinn í desember 2018 en yfirgaf félagið sex mánuðum síðar.

„Hann var fljótur að kenna liðinu um þegar illa gekk. Þegar vel gekk þá snerist allt um hann sjálfan," segir Austin sem gagnrýnir Hasenhuttl einnig fyrir svör í viðtölum.

„Hann var spurður að því hvort hann gæti komið liðinu út úr vandræðum en svaraði því að enginn stjóri gæti fullyrt það. Þú verður að efla liðið þitt. Þú verður allavega segjast trúa því að þú getir snúið dæminu við."

Austin telur að Hasenhuttl geti ekki talist hafa verið farsæll í starfi.

„Hann var í fjögur ár og hæsti stigafjöldi var 52 stig. Hin tímabilin hafa verið undir 40 stigum Hefur hann endað í efri helmingnum? Nei. Er hægt að segja að hann hafi erið farsæll? Hann hefur haldið liðinu í úrvalsdeildinni svo það veltur á því hver metnaður fótboltafélagsins sé," segir Austin.

Hasenhuttl er fimmti úrvalsdeildarstjórinn sem er rekinn á þessu tímabili, á eftir Scott Parker, Bruno Lage, Thomas Tuchel og Steven Gerrard. Það stefnir í að Nathan Jones, stjóri Luton, verði ráðinn í hans stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner