Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. nóvember 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Toppmaður sem hefur hjálpað Ívari mjög mikið - „Gæti talað endalaust um hann"
Hallgrímur lék 30 deildarleiki með KA eftir að hafa snúið heim til Íslands úr atvinnumennsku. Leikirnir hefðu orðið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli.
Hallgrímur lék 30 deildarleiki með KA eftir að hafa snúið heim til Íslands úr atvinnumennsku. Leikirnir hefðu orðið fleiri ef ekki hefði verið fyrir meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lék sextán A-landsleiki á sínum ferli.
Lék sextán A-landsleiki á sínum ferli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Ívar Örn Árnason átti frábært tímabil með KA í sumar og var valinn í úrvalslið deildarinnar hér á Fótbolti.net. Varnarmaðurinn segist eiga nýjum þjálfara liðsins, Hallgrími Jónassyni, mikið að þakka.

Hallgrímur er fyrrum landsliðsmaður og atvinnumaður sem hefur verið hjá KA síðustu fjögur ár, fyrst sem leikmaður, svo sem spilandi aðstoðarþjálfari og var í september ráðinn aðalþjálfari KA.

Ívar ræddi við Fótbolta.net í gær og var hann spurður sérstaklega út í Hallgrím, sem var varnarmaður á sínum leikmannaferli.

„Ég hef lært alveg heilan helling af honum. Haddi er einhver mesti toppmaður sem ég hef kynnst .Hann talar bara hreint út og er afskaplega heiðarlegur. Ef ég er að standa mig vel er hann fyrstur til að hrósa mér en ef ég er ekki að standa mig vel er hann fyrstur til að gagnrýna mig. Það er frábær kostur. Hann hjálpaði mér gífurlega mikið í vetur," sagði Ívar.

Ívar lék sem miðvörður á tímabilinu. „Þetta er ný staða fyrir mér per se. Ég hef yfirleitt verið að spila og verið hugsaður sem bakvörður. Haddi hjálpaði mér mjög mikið hvað varðar staðsetningu og skipulag varnar. Við vorum að fara yfir einhverjar klippur í vetur og á öllum aukaæfingum var hann að segja mér að byrja á því áður en ég fengi boltann að líta yfir og sjá hvort það sé hægt að fara diagonal yfir en annars að leita að stuttu sendingunum. Fullt af svona atriðum sem Haddi er búinn að vera hvísla í eyrað á mér síðastliðið eitt og hálft ár sem maður fór allt í einu að kveikja á að meikuðu helling sens."

„Eftir að það fór að líta verr og verr út með hans feril í vetur og þegar fór að draga nær sumri þá fór hann að gefa meira og meira af sér til mín og sérstaklega varnarinnar. Hann hefur alltaf séð um að drilla vörnina og það er honum mjög kært að halda hreinu laki. Ég gæti talað endalaust um hvað hann hefur hjálpað mér mikið og ég er mjög þakklátur að hann sé orðinn aðalþjálfari í dag,"
sagði Ívar.

Viðtalið við Ívar má sjá í heild sinni hér að neðan.
Barðist fyrir að fá að fara en þrjóskir stjórnarmenn tóku það ekki í mál - „Sjáum ekki eftir því í dag"
Athugasemdir
banner
banner
banner