Ísland 8 - 0 Liechtenstein
Íslenska U19 ára landslið kvenna lék í dag sinn fyrsta leik í undanriðli fyrir EM2023 í morgun. Andstæðingurinn var Liechtenstein og varð leikurinn aldrei spennandi.
Hálfleikstölur voru 5-0 fyrir Íslandi og lokatölur urðu 8-0. Elísa Lana Sigurjónsdóttir, leikmaður FH, skoraði þrennu í leiknum, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir, leikmaður Breiðabliks, skoraði tvö og þær Katla Tryggvadóttir, Írena Héðinsdóttir Gonzalez og Snædís María Jörundsdóttir skoruðu sitt markið hver. Katla er leikmaður Þróttar, Írena er leikmaður Breiðabliks og Snædís er leikmaður Stjörnunnar.
Næsti leikur Íslands verður gegn Færeyjum föstudaginn 11. nóvember og hefst sá leikur einnig kl. 9 að morgni að íslenskum tíma. Seinna í dag fer fram viðureign Færeyja og Litháen í riðli Íslands.

Athugasemdir