Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 08. nóvember 2022 23:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Um leið og þú ferð í Everton treyjuna eru allar keppnir mikilvægar"
Mynd: EPA

Everton er úr leik í enska deildabikarnum eftir 4-1 tap gegn Bournemouth í kvöld.


Frank Lampard gerði ellefu breytingar á liði sínu frá því um helgina. Hann segir þó að allar keppnir séu jafn mikilvægar fyrir Everton.

„Auðvitað er deildin mjög mikilvæg en um leið og þú ferð í Everton treyjuna eru allar keppnir mikilvægar. Þetta er tækifæri til að spila leikmönnum sem hafa staðið sig vel á æfingum og við gætum þurft á að halda síðar í deildinni," sagði Lampard.

„Ég læri mikið af þessu, mögulega hlutir sem ég vissi nú þegar, mögulega hlutir sem."

Varnarmenn Everton gerðu sig seka um slæm mistök í allavega tveimur mörkum. Liðið hefur verið eitt besta varnarlið deildarinnar.

„Þetta var mjög lélegt en við höfum ekki verið lélegir, það segir mér margt," sagði Lampard.


Athugasemdir
banner
banner
banner