Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
mánudagur 26. ágúst
Besta-deild karla
2. deild karla
fimmtudagur 22. ágúst
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Sambandsdeild UEFA - Umspil
miðvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
laugardagur 17. ágúst
Besta-deild karla
föstudagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
miðvikudagur 14. ágúst
Lengjudeild karla
mánudagur 16. september
FA Cup
Barwell 0 - 0 Buxton
Redditch United - Shifnal Town - 18:45
Bundesliga - Women
Hoffenheim W 2 - 3 Freiburg W
Vináttulandsleikur
USA U-18 2 - 0 Peru U-18
Portugal U-16 0 - 0 Romania U-16
Turkey U-16 4 - 2 Denmark U-16
Saudi Arabia U-20 2 - 3 Yemen U-20
Serie A
Lazio 0 - 0 Verona
Parma 2 - 3 Udinese
La Liga
Vallecano - Osasuna - 19:00
banner
mið 09.ágú 2023 17:30 Mynd: Getty Images
Magazine image

Spáin fyrir enska - 5. sæti: „Liðið verður enskur meistari!"

Það styttist heldur betur í það að þjóðaríþrótt Íslendinga, enska úrvalsdeildin fari af stað. Líkt og síðustu ár, þá kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Í fimmta sæti í spánni er liðið sem endaði í fjórða sæti á síðustu leiktíð, Newcastle.

Newcastle fagnar marki á síðasta tímabili.
Newcastle fagnar marki á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Eddie Howe, stjóri Newcastle.
Eddie Howe, stjóri Newcastle.
Mynd/EPA
Fyrir utan St James' Park, heimavöll Newcastle.
Fyrir utan St James' Park, heimavöll Newcastle.
Mynd/Getty Images
Bakvörðurinn og varafyrirliðinn Kieran Trippier.
Bakvörðurinn og varafyrirliðinn Kieran Trippier.
Mynd/EPA
Nick Pope er öflugur markvörður.
Nick Pope er öflugur markvörður.
Mynd/EPA
Miðvörðurinn Sven Botman var sterkur á síðasta tímabili.
Miðvörðurinn Sven Botman var sterkur á síðasta tímabili.
Mynd/Getty Images
Sigurjón og Tóbías Davíð eftir þægilegan sigur á Man Utd á síðustu leiktíð.
Sigurjón og Tóbías Davíð eftir þægilegan sigur á Man Utd á síðustu leiktíð.
Mynd/Úr einkasafni
Scott Parker fagnar marki með Newcastle.
Scott Parker fagnar marki með Newcastle.
Mynd/Getty Images
Sigurjón og Tinna Hemstock, útileikur gegn Man Utd sem endaði 0-0.
Sigurjón og Tinna Hemstock, útileikur gegn Man Utd sem endaði 0-0.
Mynd/Úr einkasafni
Bruno Guimaraes er öflugur miðjumaður.
Bruno Guimaraes er öflugur miðjumaður.
Mynd/Getty Images
Dan Burn er vinstri bakvörðurinn.
Dan Burn er vinstri bakvörðurinn.
Mynd/Getty Images
Hvar endar Newcastle á komandi tímabili?
Hvar endar Newcastle á komandi tímabili?
Mynd/Getty Images
Um Newcastle: Lífið breyttist heldur betur hjá stuðningsfólki Newcastle í október 2021 er hinn níski Mike Ashley hvarf á braut og moldríkir eigendur frá Sádí-Arabíu tóku við eignarhaldi félagsins. Nýir eigendur Newcastle eru gríðarlega umdeildir, meðal annars vegna mannréttindabrota í gegnum árin. En yfirtakan fór samt í gegn og það hefur verið gaman fyrir áhangendur Newcastle að fylgjast með liðinu eftir að hún fór í gegn.

Newcastle hefur ekki verið að kaupa neinar stórstjörnur eftir eigendaskiptin, en félagið hefur farið fullkomna leið og byggt upp jafnt og þétt. Liðið spilaði á köflum frábæran fótbolta á síðustu leiktíð og má þar til dæmis nefna heimasigurinn gegn Manchester United þar sem yfirburðirnir voru miklir. Það má segja að liðið hafi verið á undan áætlun með því að ná Meistaradeildarsæti á síðasta tímabili, en liðsheildin er bara orðin það sterk á skömmum tíma. Þriðjudags- og miðvikudagskvöldin verða rafmögnuð á St James' Park í vetur, það er klárt mál. Mun það hafa áhrif á deildina að liðið sé í Meistaradeildinni? Mögulega, breiddin er kannski ekki sú mesta.

Stjórinn: Eddie Howe er líklega einn vinsælasti maðurinn í Newcastle þessa stundina, ef ekki bara sá vinsælasti. Hann gerði á sínum tíma magnaða hluti með Bournemouth og fór svo í smá frí. Hann var kannski ekki heitasti bitinn á markaðnum þegar Newcastle réði hann en hann hefur sýnt það og sannað - aftur - að hann er virkilega fær stjóri. Hann var stjóri tímabilsins í fyrra þar sem hann kom Newcastle í Meistaradeildina en það verður fróðlegt að sjá hversu mikið lengra hann nær að fara með liðið.

Leikmannaglugginn: Newcastle hefur bætt við sig þremur öflugum leikmönnum sem styrkja liðið vel. Maður gerir ráð fyrir enn meiru en það á eftir að koma í ljós.

Komnir:
Sandro Tonali frá AC Milan - 55 milljónir punda
Harvey Barnes frá Leicester - 38 milljónir punda
Tino Livramento frá Southampton - 32 milljónir punda
Yankuba Minteh frá OB - 5,8 milljónir punda

Farnir:
Allan Saint-Maximin til Al-Ahli - 26,8 milljónir punda
Chris Wood til Nottingham Forest - 15 milljónir punda
Karl Darlow til Leeds - 400 þúsund pund
Garang Kuol til Volendam - á láni
Harrison Ashby til Swansea - á láni
Jamal Lewis til Watford - á láni
Ciaran Clark - samningur rann út

Út frá leikmannaglugganum þá er líklegt byrjunarlið svona:


Lykilmenn: Kieran Trippier er fyrsti maður á blað hjá Newcastle. Hann var í liði ársins í fyrra og var hreint út sagt stórkostlegur í bakverðinum. Markvörðurinn Nick Pope var líka frábær í fyrra og hann verður áfram mikilvægur fyrir liðið á komandi tímabili. Hann er stór og stæðilegur markvörður sem er með mikla reynslu úr þessari deild. Þá er miðjumaðurinn Bruno Guimaraes búinn að sýna það og sanna hversu öflugur hann er. Hann verndar vörnina og er frábær leikmaður.

„The Entertainers"
Sigurjón Jónsson er stuðningsmaður Newcastle. Við fengum hann til að svara nokkrum spurningum um liðið og tímabilið sem er framundan.

Ég byrjaði að halda með Newcastle af því að... Minn uppáhaldsleikmaður, Peter Beardsley, skipti yfir til félagsins 1993 og spilamennska liðsins undir stjórn Kevin Keegans á þeim árum heillaði. 'The Entertainers'.

Áttu uppáhalds minningu tengda félaginu þínu? 5-0 sigurinn á Man Utd árið 1996 situr vel í minningunni enda horfði ég á leikinn umkringdur United mönnum. Sömuleiðis þegar Scott Parker lyfti Intertoto bikarnum 2006 eftir hátt í 50 ára eyðimerkugöngu.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil? Það var stórkostlegt og langt fram úr björtustu vonum. Hefði viljað sjá okkur enda fyrir ofan Utd en Meistaradeildarsæti og bikarúrslit. Liðið var einstaklega vel skipulagt og baráttan í liðinu til fyrirmyndar. Skemmtilegast fannst mér þegar menn fóru að kvarta yfir leikstíl liðsins og leiktöfum…

Ertu með einhverja sérstaka leikdagshefð? Nei, ég er ekki svo ruglaður.

Hvern má ekki vanta í liðið? Bruno Guimarães er algjör lykilmaður í þessu liði sem lætur það tikka. Hann gleymdist aðeins í umræðunni sem besti leikmaður síðasta tímabils.

Hver er veikasti hlekkurinn? Verð því miður að segja Big Dan Burn, hann á það til að lenda í vandræðum en hefur sloppið furðu vel hingað til.

Þessum leikmanni á að fylgjast með... Elliot Anderson, hef á tilfinningunni að hann muni springa út á þessu tímabili. Áræðinn og klókur leikmaður sem kemur sér alltaf í færi. Hann verður kominn í Fantasy lið ansi margra á næstunni.

Við þurfum að kaupa... Einn hafsent upp á breiddina að gera. Annars er liðið virkilega vel mannað.

Hvað finnst þér um stjórann? Eddie Howe hefur sannað að hann er einn sá færasti í faginu. Viðkunnanlegur í samskiptum og yfirvegaður en á sama tíma alveg grjótharður. Svo hef ég einstaklega gaman af Jason Tindall sem er aðstoðarmaður.

Hvernig líður þér fyrir tímabilinu sem er framundan? Mjög vel, félagið hefur verið mjög skynsamt á félagaskiptamarkaðnum og maður sér greinilega á hvaða vegferð liðið er. Það á að keyra yfir liðin á háu tempói, kantmenn með hraða og hlaupagetu, þéttir til baka og mikil gæði á miðsvæðinu. Wilson og Isak munu svo sjá um að raða mörkunum inn.

Hvar endar liðið? Liðið verður enskur meistari!

Newcastle hefur leik í ensku úrvalsdeildinni laugardaginn 12. ágúst gegn Aston Villa á heimavelli.




Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Stefán Marteinn Ólafsson og Sverrir Örn Einarsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Newcastle, 186 stig
6. Chelsea, 184 stig
7. Tottenham, 164 stig
8. Aston Villa, 157 stig
9. Brighton, 155 stig
10. West Ham, 130 stig
11. Brentford, 101 stig
12. Crystal Palace, 96 stig
13. Fulham, 81 stig
14. Burnley, 80 stig
15. Wolves, 71 stig
16. Nottingham Forest, 67 stig
17. Everton, 66 stig
18. Bournemouth, 56 stig
19. Sheffield United, 31 stig
20. Luton Town, 16 stig
Athugasemdir
banner