„Það er alveg sama hversu gamall maður verður eða í hvaða deild maður er, keppnisskapið er alltaf að drepa mann. Mér líður alveg hræðilega og á ekki orð yfir hvað þetta er svekkjandi," sagði Hjörtur Hjartarson spilandi þjálfari Augnabliks eftir 1-1 jafntefli við Vængi Júpíters í úrslitakeppni 4. deildarinnar í kvöld.
„Við lögðum svo mikið í þennan leik. Það var gott hjarta og menn börðust. Við vorum að spila nokkuð vel miðað við aðstæður en okkur tókst ekki nógu oft að opna þá."
Vængirnir fóru áfram 2-1 samanlagt og fara því upp í 3. deildina en þeir unnu fyrri leikinn í Kópavogi 1-0.
„Við lögðum svo mikið í þennan leik. Það var gott hjarta og menn börðust. Við vorum að spila nokkuð vel miðað við aðstæður en okkur tókst ekki nógu oft að opna þá."
Vængirnir fóru áfram 2-1 samanlagt og fara því upp í 3. deildina en þeir unnu fyrri leikinn í Kópavogi 1-0.
„Ég vil óska Vængjunum til hamingju. Án þess að ég ætla að hljóma ótrúlega bitur en þá eru bæði mörkin algjört fluke. Það er deflection í fyrri leiknum og í dag bombar hann af 35 metrum og vindurinn tekur hann og setur hann í hornið."
„Ég held að það sé erfitt fyrir Vængina að þræta fyrir að við vorum miklu betri í þessum leik en ég hef alltaf sagt að liðin sem fara upp og niður um deildir eru þar af því að þau eiga það skilið. Vængirnir eiga þetta skilið. Við tókum ekki sénsinn okkar til að klára þetta og það er við engan að sakast nema okkur."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir