Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   mið 09. september 2015 21:15
Magnús Már Einarsson
Hjörtur Hjartar: Líður alveg hræðilega
Hjörtur Hjartarson.
Hjörtur Hjartarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alveg sama hversu gamall maður verður eða í hvaða deild maður er, keppnisskapið er alltaf að drepa mann. Mér líður alveg hræðilega og á ekki orð yfir hvað þetta er svekkjandi," sagði Hjörtur Hjartarson spilandi þjálfari Augnabliks eftir 1-1 jafntefli við Vængi Júpíters í úrslitakeppni 4. deildarinnar í kvöld.

„Við lögðum svo mikið í þennan leik. Það var gott hjarta og menn börðust. Við vorum að spila nokkuð vel miðað við aðstæður en okkur tókst ekki nógu oft að opna þá."

Vængirnir fóru áfram 2-1 samanlagt og fara því upp í 3. deildina en þeir unnu fyrri leikinn í Kópavogi 1-0.

„Ég vil óska Vængjunum til hamingju. Án þess að ég ætla að hljóma ótrúlega bitur en þá eru bæði mörkin algjört fluke. Það er deflection í fyrri leiknum og í dag bombar hann af 35 metrum og vindurinn tekur hann og setur hann í hornið."

„Ég held að það sé erfitt fyrir Vængina að þræta fyrir að við vorum miklu betri í þessum leik en ég hef alltaf sagt að liðin sem fara upp og niður um deildir eru þar af því að þau eiga það skilið. Vængirnir eiga þetta skilið. Við tókum ekki sénsinn okkar til að klára þetta og það er við engan að sakast nema okkur."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir