Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 11. mars 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingunn með slitna hásin og verður ekki með í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR verður án síns fyrrum fyrirliða, Ingunnar Haraldsdóttur, í Bestu deildinni í sumar. Ingunn hélt til Grikklands snemma í ágúst í fyrra og lék með gríska liðinu PAOK í vetur.

Sjá einnig:
„Hlakka til að láta loksins draum 10 ára Ingunnar rætast"

Ingunn meiddist illa snemma á þessu ári og fór í aðgerð í febrúar þar sem hún var með slitna hásin.

Fótbolti.net ræddi við Ingunni og hún staðfesti að hún yrði frá í 6-8 mánuði. Hún tók við fyrirliðabandinu hjá KR fyrir tímabilið 2020, var áfram fyrirliði liðsins í fyrra þegar liðið vann Lengjudeildina og tryggði sér sæti í Bestu deildinni.

Í samtali við Fótbolta.net segir Ingunn að tímabilið í Grikklandi klárist ekki fyrr en eftir að félagaskiptaglugginn á Íslandi lokast. Því hefði hún ekki getað spilað með KR fyrr en eftir að sumarglugginn opnaðist en það hafði verið planið áður en hún meiddist.

Sjá einnig:
Það borgar sig að fjárfesta í knattspyrnukonum
Athugasemdir
banner
banner
banner