Þorsteinn Halldórsson ætlaði sér ekki að missa sig um of í fögnuði nú í kvöld eftir að Ísland undir hans stjórn tryggði sér sæti á EM með mögnuðum sigri á Þýskalandi 3-0 fyrr í dag. Steini var spurður hvernig hann ætlaði sér að njóta kvöldsins eftir sigurinn og stóð ekki á svörum.
12.07.2024 18:09
Ísland á fimmta Evrópumótið í röð með sögulegum sigri (Staðfest)
Lestu um leikinn: Ísland 3 - 0 Þýskaland
„Ég er núna að fara að hitta hann Davíð Snorra sem fylgdist með leik Austurríkis og Póllands. Við erum að fara að fara yfir það og ég fæ mér örugglega eitt gott rauðvínsglas með. Svo eru ég Ási, Tom, Óli og allir að fara að undirbúa feedback fundinn eftir þennan leik en þær fá hann á morgun. Svo þurfum við að klára með Davíð Snorra að fara yfir Pólska liðið hvort það séu einhverjar breytingar hjá þeim taktískt eða hvað það er þannig að vinnunni minni er ekki lokið í dag.“
Sagði Þorsteinn en landsleikur Íslands gegn Póllandi fer fram á Zaglebiowski Park Sportowy í Srodula í Póllandi næstkomandi þriðjudag. Flautað verður til leiks klukkan 17:00 og verður Fótbolti.net að sjálfsögðu á staðnum.
Athugasemdir