Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 12. júlí 2024 21:55
Sverrir Örn Einarsson
Þær Þýsku í basli með íslenska veðrið: Vissu ekkert hvað þær áttu að gera
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson
Þorsteinn Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það má alveg segja að það hafi verið boðið upp á Íslenskar aðstæður á Laugardalsvelli er Ísland bara sigurorð á feykisterku liði Þýskalands og tryggði sér um leið sæti á EM í Sviss sem fram fer að ári. Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslands sat fyrir svörum á blaðamannafundi að leik loknum og eyddi nokkrum orðum í að ræða veðrið og aðstæður.

   12.07.2024 18:09
Ísland á fimmta Evrópumótið í röð með sögulegum sigri (Staðfest)

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Þetta voru bara drauma aðstæður fyrir okkur. Við sáum það líka í hornspyrnum hjá þeim í fyrri hálfleik að þær vissu ekkert hvað þær áttu að gera. Þær voru bara í basli með að reikna út vindinn. Þetta var drauma veður fyrir okkur og bara aðstæður sem við elskum að spila í og ölumst upp við að spila í. Það er líka frábært að hafa alla þessa stuðningsmenn og svona á þetta að vera. Þessi fjöldi á að vera á þessum leikjum að minnsta kosti. Stelpurnar eiga það bara skilið núna. Við erum í topp átta í Evrópu og það er bara afrek.“

Veðrið stoppaði þó ekki rúmlega 5000 áhorfendur sem mættu á völlinn og fóru þar stúlkur sem keppa á Símamótinu í Kópavogi þessa daganna fremstar í flokki og studdu liðið rækilega. Þorsteinn var gríðarlega ánægður með stemminguna sem myndaðist á vellinum

„Með fjölda kemur meiri stemming og meiri læti og stelpurnar af símamótinu voru frábærar og eiga bara hrós skilið.“

Athugasemdir
banner
banner
banner