Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 12. nóvember 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hver verður í hægri bakverðinum hjá Man Utd?
Diogo Dalot í banni
Diogo Dalot í banni
Mynd: Getty Images

Manchester United mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Erik ten Hag stjóri liðsins er í vandræðum með hægri bakvarðarstöðuna.


Diogo Dalot hefur nælt sér í fimm gul spjöld og verður því í banni. Þá hafa Brandon Williams og Aaron Wan-Bissaka verið að mikið fjarverandi vegna meiðsla.

„Þetta hefur ekki gengið vel hjá þeim síðustu mánuði. Williams hefur ekki verið til taks vegna slæmra meiðsla. Hann hefur átt erfitt en þetta er allt í rétta áttina. Hann verður mættur aftur í æfingabúðir í næstu viku í Cadiz," sagði Ten Hag en liðið fer í æfingabúðir á Spáni.

„Wan-Bissaka hefur einnig verið í vandræðum, bara öðruvísi, meiðsli, veikindi svo hann hefur ekki verið til taks en ekkert stórvandamál. Nú verður hann að koma sér í form og berjast við Dalot um sæti í liðinu seinni hluta tímabilsins," sagði Ten Hag.

Svo gæti farið að Tyrell Malacia eða Victor Lindelöf gætu þurft að leysa stöðuna gegn Fulham.

Cristiano Ronaldo var ekki með þegar liðið vann Aston Villa í deildabikarnum í vikunni vegna veikinda. Þá var Antony einnig fjarverandi vegna meiðsla. Óljóst er hvort þeir verði klárir í slaginn um helgina.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner