Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 12. nóvember 2022 15:30
Aksentije Milisic
Maddison farinn meiddur af velli - HM í hættu?

James Maddison, leikmaður Leicester City, þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleiknum gegn West Ham en leikurinn er í gangi sem stendur.


Maddison hefur verið að spila frábærlega upp á síðkastið en hann kom Leicester yfir snemma leiks með góðu skoti í þaknetið.

Núna eftir rúmlega tuttugu mínútna leik þurfti kappinn hins vegar að haltra af velli en ekki er vitað nákvæmlega hvað kom fyrir. Það virtist svo sem hann hafi meiðst aftan í læri.

Maddison var valinn í enska landsliðið sem fer á HM í Katar en núna er það ljóst að mótið gæti verið í hættu hjá leikmanninum.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner