Skráning á KFC mót Njarðvíkur er hafin en mótin munu vera fyrir iðkendur í 6., 7., og 8., flokk drengja og stúlkna.
Leikið verður í 5 manna liðum og lögð er áhersla á skemmtun, að mótahald gangi vel fyrir sig og að þau séu á tíma.
Dagsetningar eru eftirfarandi:
- 15. janúar: 6. og 7. flokkur stúlkna
- 22. janúar: 6. flokkur drengja
- 5. febrúar: 8. flokkur drengja og stúlkna
- 12. febrúar: 7. flokkur drengja.
Þátttökugjald á mótið er 3.500 kr. á iðkanda og mega þjálfarar skrá sitt lið hér að neðan:
Hlökkum til að sjá ykkur í Nettóhöllinni
Athugasemdir