Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, sást ekki á æfingu með liðinu í dag en United mætir Fulham í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Ronaldo var ekki með liðinu í deildabikarnum á fimmtudaginn en sá leikur vannst með fjórum mörkum gegn tveimur.
Ronaldo var ekki í hópnum vegna veikinda og sagði Erik ten Hag, stjóri liðsins, eftir leik að hann væri ekki viss um hvort Ronaldo myndi ná leiknum á morgun.
Nú virðist það vera ljóst að Ronaldo verður ekki með á morgun ef marka má heimildir frá Englandi að hann hafi ekki æft í dag.
Ronaldo er í portúgalska hópnum sem fer á HM í Katar en mótið verður flautað á eftir átta daga.
Athugasemdir