Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   lau 12. nóvember 2022 23:42
Brynjar Ingi Erluson
Xhaka fór af velli vegna veikinda - „Fjórir aðrir í hópnum með sömu einkenni"
Svissenski miðjumaðurinn Granit Xhaka þurfti að fara af velli snemma leiks í 2-0 sigri Arsenal á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en hann er að glíma við veikindi samkvæmt Mikel Arteta, stjóra liðsins.

Xhaka, sem er í landsliðshópnum hjá Sviss fyrir HM, var í byrjunarliði Arsenal, en fór af velli á 16. mínútu leiksins.

Hann hefur síðustu daga verið að glíma við veikindi og leið ekki vel á vellinum.

Því bað hann um skiptingu en Arteta útskýrði að fjórir aðrir leikmenn liðsins væru með sömu einkenni og Xhaka.

„Honum leið ekki vel og var veikur. Við erum með fjóra leikmenn í viðbót með þessi sömu einkenni. Það góða í þessu samhengi og undir kringumstæðunum þá komum við samt hingað og unnum,“ sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner