Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   þri 13. júní 2023 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jamia Fields farin frá Val (Staðfest) - „Það er enginn orðrómur"
Fields hér í leik með Val.
Fields hér í leik með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bandaríski sóknarmaðurinn Jamia Fields er farin heim eftir stutt stopp hjá Íslands- og bikarmeisturum Vals.

„Það er enginn orðrómur, Jamia Fields er löngu farin," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 5-0 sigur á Tindastóli á Hlíðarenda í gærkvöldi.

Fields, sem er 29 ára gömul, gekk í raðir Vals stuttu áður en tímabilið hófst. Hún lék fjóra leiki fyrir félagið og skoraði eitt mark, en frammistaða hennar var ekki merkileg.

Fields er með stóran prófíl en hún hefur spilað marga leiki í efstu deild Bandaríkjanna sem er ein sterkasta deild í heimi.

Áður en hún kom í Val þá var hún síðast á mála hjá Washington Spirit sem er í þeirri deild, en hún hefur einnig leikið með Orlando Pride og Houston Dash í bandarísku deildinni.

Þá hefur hún einnig spilað í Noregi með Arna-Björnar og Avaldsnes, en hún verður ekki áfram með Val sem er á toppi Bestu deildarinnar með 19 stig eftir átta leiki.
Pétur Péturs um innkomu Fanndísar: Ég var alveg viss um að hún myndi skora
Athugasemdir
banner
banner