Ágúst Gylfason var sáttur við sigur sinna manna í dramatískum leik í Breiðholtinu í kvöld.
"Þetta var kærkominn sigur í kvöld á erfiðum útivelli gegn góðu liði með stórt hjarta. Þeir voru sanngjarnt yfir í hálfleik en við vorum þolinmóðir og settum góð mörk í lokin".
"Þetta var kærkominn sigur í kvöld á erfiðum útivelli gegn góðu liði með stórt hjarta. Þeir voru sanngjarnt yfir í hálfleik en við vorum þolinmóðir og settum góð mörk í lokin".
Ágúst var sáttur við einbeitingu sinna manna.
"Leiknismenn hafa að meiru að keppa en féllu aðeins til baka í lokin og við nýttum okkur það en við óskum þeim alls hins besta í lokabaráttunni"
Hafa Fjölnismenn ekki farið svolítið hljóðlega í toppslaginn, er ekki félagið að stíga gott skref áfram í íslenskum fótbolta?
"Jú, við erum að reyna að byggja þennan klúbb í að vera alvöru Úrvalsdeildarlið og það tekur tíma. Við erum á ágætis leið en megum ekki verða of öruggir með okkur. Við höldum bara áfram okkar vinnu."
Nánar er rætt við Ágúst í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir