Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 14. júlí 2021 16:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
22 ára aðstoðardómari í leik FH og Sligo Rovers
Mynd: Andorra
Í gær var birt færsla á Facebook-síðunni Referee Abroad þar sem vakin er athygli á því að Marta San Juan Casado, fyrrum landsliðskona Andorra, sé hluti af dómarateyminu sem dæmir leik Sligo Rovers og FH í Sambandsdeildinni á morgun.

Portúgalski dómarinn Luis Teixeira dæmir leikinn en aðstoðardómararnir og fjórði dómarinn koma frá Andorra.

Það sem vekur athygli er að Marta er einungis 22 ára gömul og er þetta hennar fyrsti karla-Evrópuleikur á dómaraferlinum,

Marta verður aðstoðardómari tvö í leiknum. Þar sem hún er ekki orðin 23 ára gömul þá er hún ekki komin með dómaraskírteini frá FIFA.

FH leiðir viðureign liðanna 1-0 eftir að hafa unnið fyrri leikinn á heimavelli síðasta fimmtudag.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 á morgun og fer fram á Showgrounds í Sligo.


Athugasemdir
banner
banner