Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
Útvarpsþátturinn - Mjólkin býður upp á það óvænta
Hugarburðarbolti GW 32 Það eru 9 fingur á bikarnum hjá Liverpool!
Leiðin úr Lengjunni - Upphitun fyrir Lengjudeildina 2025
Niðurtalningin - Verður skjöldurinn áfram í Kópavogi?
Niðurtalningin - Breyttir tímar á Hlíðarenda
Innkastið - Fyrirliðinn missir hausinn og meistarar hrynja
Niðurtalningin - Víkingur með háleit markmið
Tveggja Turna Tal - Gunnar Jarl Jónsson
Útvarpsþátturinn - Nýr formaður KR og meðbyrinn í Vesturbænum
Niðurtalningin - Ár tvö hjá prófessornum í Laugardalnum
Niðurtalningin - Það er frábært að vera fyrir norðan
Niðurtalningin - Stjarnan ætlar að skína skært í sumar
Niðurtalningin - FH ætlar hærra en þetta
Frábær þrenna, tvö stig og einn rosalega skrítinn leikur
Niðurtalningin - Framarar með fulla skúffu af trixum
Hugarburðarbolti GW 31 Eru Liverpool sprungnir ?
Niðurtalningin - Austurland á fulltrúa í fyrsta sinn síðan 1994
Niðurtalningin - Staðan tekin á Stólunum á Spáni
Innkastið - Stjörnurnar í sturtu og vonbrigði hjá Val
Útvarpsþátturinn - Í beinni á leikdegi í Bestu
   fös 15. nóvember 2013 14:48
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: Kovac sveittur yfir ummælum Sveppa
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Niko Kovac.
Niko Kovac.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var gestur í aukaþætti Fótbolta.net á X-inu sem fjallaði einungis um umspilsleik Íslands og Króatíu sem fram fer í kvöld.

Fyrr í þættinum kom Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, með skúbb í beinni þegar hann greindi frá því að Alfreð Finnbogason yrði í byrjunarliðinu á meðan vinur hans Eiður Smári Guðjohnsen vermir bekkinn.

„Þetta kemur mér á óvart. Mér fannst mjög líklegt að byrjunarliðið yrði það sama og í síðustu leikjum. Auðvitað spurning hver yrði í hægri bakverðinum en maður hélt að hann myndi ekki hrófla við neinu öðru,“ sagði Heimir í útvarpsþætti Fótbolta.net.

„Þetta kemur líka á óvart í ljósi þess að Eiður Smári er kannski sá leikmaður í liðinu sem hefur mestu reynsluna af svona stórum leikjum, og hann hefur sýnt það í leikjunum í undankeppninni að hann hefur reynst liðinu mjög vel í að halda boltanum og róa leikinn þegar á þarf.“

„Alfreð Finnboga er að sjálfsögðu frábær leikmaður sem ég hef miklar mætur á og hefur staðið sig frábærlega með Heerenveen. Vonandi kemur hann sterkur inn, en eins og ég sagði, þá kemur þetta á óvart.“

„Pælingin hlýtur að vera sú að sækja til sigurs. Ég persónulega myndi halda að það væri sterkt að koma út og pressa Króatana í byrjun. Ég er ekkert viss um að þeir séu klárir í það og ég hélt það myndi koma þeim svolítið á óvart.“

„Það er líka með Alfreð að hann hefur gríðarlegt markanef og þá ertu kominn með tvo menn frammi sem eru mjög líklegir að skora í leiknum. Og ég er nokkuð viss um að við skorum í þessum leik, þetta snýst um að halda búrinu hreinu.“

„Ég held samt að leikskipulagið verði alltaf það sama og að Alfreð muni detta þarna niður, hann hefur spilað þá stöðu áður. Þetta verður fróðlegt, en Sveppi er náttúrulega svo mikill fugl að hann getur verið að rugla, og líka setja þetta upp þannig að koma Króötunum svolítið á óvart.“

„Niko Kovac er núna sveittur alveg að spá í það hvernig eigi að bregðast við þessari frétt áðan,“
sagði Heimir léttur.

Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að ofan, en þar rýndi heimir vel í leikinn.
Athugasemdir