Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fös 16. júní 2023 17:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðar Ari yfirgefur Honved (Staðfest)
Mynd: KSÍ
Viðar Ari Jónsson mun í sumar finna sér nýtt félag eftir að hafa spilað með ungverska félaginu Honved í eitt og hálft tímabil.

Viðar gekk í raðir Honved í vetrarglugganum í fyrra en verður seint hægt að segja að hann hafi náð að fylgja eftir frábæru tímabili með Sandefjord þar á undan.

Viðar byrjaði þrjá leiki af þrettán á fyrsta hálfa ári sínu og var ónotaður varamaðru sex sinnum. Hann byrjaði svo sex leiki af 33 á nýliðinni leiktíð og var ellefu sinnum ónotaður varamaður. Samkvæmt Transfermarkt skoraði hann eitt mark og lagði upp tvö í 32 leikjum fyrir félagið.

Samningur hans rennur út í lok mánaðar og var félagið með möguleika til að virkja framlengingu á samningnum. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net getur félagið ekki lengur virkjað það ákvæði.

Tímabilið var svo sannarlega vonbrigðatímabil hjá Honved sem féll úr ungversku deildinni. Liðið endaði í 9. sæti í fyrra með fimm stigum meira. Tólf lið eru í deildinni og er leikin þreföld umferð.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er áhugi á Viðari á Norðurlöndunum. Viðar er 29 ára gamall vængmaður sem á að baki sjö leiki fyrir landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner