Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   sun 19. janúar 2025 17:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hurzeler: Sérstakt að vinna á Old Trafford
Mynd: EPA
Brighton vann frábæran sigur á Man Utd í dag. Staðan var 1-1 í hálfleik en mörk frá Kaoru Mitoma og Georginio Rutter í seinni hálfleik tryggðu liðinu sigurinn.

„Við sýndum mjög góða frammistöðu. Við réðum lögum og lofum í seinni hálfleik og fengum góð færi," sagði Fabian Hurzeler stjóri Brighton.

Brighton vann báða leikina gegn Man Utd á tímabilinu en liðið vann 2-1 í 2. umferð þar sem Joao Pedro skoraði dramatískt sigurmark í uppbótatíma.

„Við erum mjög ánægðir og stoltir en við fáum bara þrjú stig út úr þessum leikjum svo við þurfum að halda áfram að berjast. Það er sérstakt að vinna á Old Trafford gegn liði með mikla hefð, þar að leiðandi erum við ánægðir en við höldum áfram að leggja hart að okkur daglega," sagði Hurzeler.
Athugasemdir
banner
banner
banner