Það hefur eitthvað verið talað um að Harvey Elliott sé mögulega á förum frá Liverpool í þessum mánuði en svo virðist ekki vera miðað við ný ummæli hans.
Eftir að hafa leikið vel á undirbúningstímabilinu með Liverpool þá meiddist Elliott snemma á tímabilinu og þess vegna hefur hann ekki fundið mikinn takt til þessa.
Eftir að hafa leikið vel á undirbúningstímabilinu með Liverpool þá meiddist Elliott snemma á tímabilinu og þess vegna hefur hann ekki fundið mikinn takt til þessa.
Félög á Englandi og Þýskalandi hafa verið að fylgjast með stöðu mála hjá honum en það bendir allt til að hann verði áfram hjá Liverpool.
„Ég vil klárlega vera áfram hérna, Liverpool er félagið mitt," segir Elliott.
„Ég vil berjast fyrir sæti mínu, stöðunni í liðinu. Ég mun gera allt sem ég þarf. Ég mun ekki gefast upp, ég mun halda áfram að berjast."
Elliott er 21 árs gamall fjölhæfur leikmaður sem getur leyst flestar stöðurnar fremst á vellinum. Hann hefur verið á mála hjá Liverpool frá árinu 2019.
Athugasemdir