Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mán 20. janúar 2025 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fabregas: Við munum ná því besta út úr Dele Alli
Mynd: Como
Dele Alli gekk til liðs við Como á frjálsri sölu í gær en hann hefur ekki spilað fótbolta í tæp tvö ár vegna meiðslavandræða og andlegra vandamála.

Hann lék aðeins 13 leiki fyrir Everton frá 2021 þar til hann var lánaður til Besiktas í janúar 2023. Hann spilaði 15 leiki í Tyrklandi.

Cesc Fabregas, stjóri Como, er sannfærður um að Alli, sem var talinn einn efniilegasti leikmaður Englands á sínum tíma, nái fram sínu besta í búningi Como.

„Félagið hefur trú á Dele og ætlar sér að hjálpa honum að ná því besta út úr honum. Reynslan hans og leiðtogahæfileikar munu án efa hjálpa liðinu," sagði Fabregas.
Athugasemdir
banner
banner