Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   sun 19. janúar 2025 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur prins virkur á spjallborðum Aston Villa - Mætti á Wetherspoons
Prinsinn fer ekki leynt með dálæti sitt á Aston Villa.
Prinsinn fer ekki leynt með dálæti sitt á Aston Villa.
Mynd: EPA
Aston Villa búningarnir eru í konunglegu litunum.
Aston Villa búningarnir eru í konunglegu litunum.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að Vilhjálmur Bretaprins sé virkur á spjallborðum Aston Villa og fylgist þar sem helsta slúðrinu um liðið og er talinn leggja sitt af mörkum undir dulnefni.

Það hefur lengi verið þekkt að Vilhjálmur er mikill stuðningsmaður Aston Villa en hann er duglegur að mæta með Georg syni sínum á leiki. Hann kíkir líka reglulega á æfingasvæðið og hefur sést á spjalli við Unai Emery stjóra liðsins.

Það er ekki langt síðan Vilhjálmur fór til Birmingham og stoppaði á Wetherspoons bar við New Street lestarstöðina þar sem hann fékk sér bjór með stuðningsmönnum liðsins og spjallaði.

„Hann segist fylgjast vel með slúðrinu af Aston Villa því hann er á spjallborðunum," sagði einn þessara stuðingsmanna við Athletic.

„Hann er þar undir mismunandi nöfnum og leggur sitt til málana undir dulnefni. Honum finnst það besta leiðin til að fylgjast með hvað er í gangi og hvað öðrum stuðningsmönnum finnst."

Stuðningsmaðurinn, Steve Jones að nafni, segir að mikil leynd hafi verið yfir komu prinsins á barinn en félagið hafði samband við hann og beðið hann að mæta á ákveðnum tíma á þennan bar án þess að segja honum hvern hann myndi hitta þar.

Hann segist hafa spurt hvernig ætti að ávarpa Vilhjálm en fengið þau svör að hann væri þarna í sínum frímtíma það væri þess vegna óhætt að ávarpa hann sem Villa eða Vilhjálm.

„Þegar hann kom inn var ekki allt fullt af öryggisvörðum í kringum hann, bara einn aðstoðarmaður hans. Hann var kokhraustur, kynnti sig, heilsaði öllum með handabandi og sagði 'eigum við að fá okkur einn kaldan?'" sagði Jones.
Athugasemdir
banner
banner