Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 22:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sara Björk á skotskónum gegn Al-Nassr
Mynd: Al Qadsiah
Sara Björk Gunnarsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Al-Qadsiah þegar liðið heimsótti Al-Nassr í Sádí-Arabíu í kvöld.

Al-Nassr var með 2-0 forystu í hálfleik og þriðja markið kom strax í upphafi seinni hálfleiks.

Al-Qadsiah fékk vítaspyrnu seint í leiknum og Sara Björk steig á punktinn og skoraði. Lokatölur 3-1.

Al-Qadsiah er í 4. sæti deildarinnar með 18 stig eftir 11 umferðir en Al-Nassr er á toppnum með 33 stig.

Sara Björk hefur komið við sögu í öllum leikjum liðsins í deildinni, skorað sex mörk og lagt upp tvö.
Athugasemdir
banner
banner
banner