Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   sun 19. janúar 2025 09:55
Elvar Geir Magnússon
Antony á leið til Real Betis
Antony, sem er 24 ára, hefur aðeins skorað eitt mark á tímabilinu.
Antony, sem er 24 ára, hefur aðeins skorað eitt mark á tímabilinu.
Mynd: EPA
Brasilíumaðurinn Antony hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann var keyptur til Manchester United.

Relevo segir frá því að spænska félagið Real Betis sé nálægt því að ná samkomulagi við Manchester United um að fá Antony.

Antony, sem er 24 ára, hefur aðeins skorað eitt mark á tímabilinu en það kom í deildabikarnum.

Ef samkomulag næst þá mun Antony vera lánaður til Betis út tímabilið og engin ákvæði um kaup. Manchester United þyrfti að borga hluta af launum hans.

Betis vantar kantmann eftir að Assane Diao gekk í raðir Como á ítalíu. Betis er í ellefta sæti í La Liga.
Athugasemdir
banner
banner