Arsenal reiðubúið að spreða í framherja - Real Madrid ætlar að leggja fram annað tilboð í Trent - Cambiaso til Man City?
   sun 19. janúar 2025 11:40
Brynjar Ingi Erluson
Man City í leit að miðjumanni - Cambiaso kemur líklega ekki
Fer Douglas Luiz til Man City?
Fer Douglas Luiz til Man City?
Mynd: Getty Images
David Ornstein hjá Athletic segir að Englandsmeistarar Manchester Cityu séu að skoða það að fá miðjumann í þessum glugga.

Pep Guardiola er að fá fullt leyfi til þess að opna veskið í þessum glugga en þrír leikmenn eru á leið til félagsins á næstu dögum.

Það má búast við tilkynningu frá félaginu í þessari viku en miðverðirnir Abdukodir Khusanov og Vitor Reis eru að koma og þá kemur egypski sóknarmaðurinn Omar Marmoush frá Eintracht Frankfurt.

Man City vill einnig fá inn bakvörð og miðjumann fyrir gluggalok.

Ornstein segir að félagið sé að skoða möguleikann á að styrkja miðsvæðið en Douglas Luiz, leikmaður Juventus, hefur verið sterklega orðaður við félagið.

Hann gekk í raðir Juventus frá Aston Villa síðasta sumar en ekki alveg fundið sig í Tórínó-borg. Man City er aðeins að skoða skammtímalán á meðan Juventus vill annað hvort selja hann eða lána hann gegn því skilyrði að hann verði keyptur í sumar.

Einnig segir Ornstein að það sé ólíklegt að Man City fá bakvörðinn Andrea Cambiaso í þessum glugga. Cristiano Guintoli, íþróttastjóri Juventus, staðfesti tilboð Man City í leikmanninn í gær, en vildi annars lítið tjá sig um málið.

Cambiaso er 24 ára gamall og kom til Juventus frá Genoa fyrir þremur árum. Hann getur spilað í báðum bakvarðarstöðunum ásamt því að spila á vængjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner