Fabrizio Romano greinir frá því að Dele Alli sé á leiðinni til Como 1907 sem spila í Serie A á ítalíu.
Como eru nýliðar í Serie A deildinni og leika undir stjórn goðsagnarninnar Cesc Fábregas.
Enska knattspyrnustjarnan Dele Alli hefur loksins fundið nýtt félag eftir að samningur hans við Everton rann út síðasta sumar. Þrátt fyrir að hafa haldið áfram að æfa með Everton hefur Alli verið án félags síðan þá.
Dele Alli er 28 ára gamall og hann þótti einn efnilegasti leikmaður Englendinga þegar hann spilaði með Tottenham en hefur átt gríðarlega erfitt uppdráttar eftir að hafa lent í erfiðum meiðslum. Hann hefur spilað fyrir Besiktas í Tyrklandi og fór síðan í Everton til að leita af sínu gamla formi en hefur verið í miklu brasi vegna meiðsla.
Fabrizio Romano greinir frá því að Como séu að fá Alli á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hann notar sitt fræga mottó „Here We Go" sem þýðir að leikmaðurinn hefur gengið til liðsins.
Athugasemdir