Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í bráðfjörugum leik gegn Breiðabliki í kvöld. Arnar missti stjórn á skapi sínu þegar Blikar skoruðu ólöglegt mark og dómararnir virtust ætla að láta það telja.
Arnar telur að viðbrögð sín hafi virkað, þau hafi gert það að verkum að dómararnir byrjuðu að fara yfir þetta og dæmdu á endanum rangstöðu. Furðuleg atburðarás.
Arnar telur að viðbrögð sín hafi virkað, þau hafi gert það að verkum að dómararnir byrjuðu að fara yfir þetta og dæmdu á endanum rangstöðu. Furðuleg atburðarás.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 4 Breiðablik
„Mér finnst þetta besta rauða spjaldið sem ég hef fengið á ævinni. Ég upplifði þetta þannig að markið átti að standa, þar til ég tók tryllinginn. Ég er bara ánægður með þetta rauða spjald. Það var svo gapandi augljóst að leikmaðurinn var rangstæður," segir Arnar.
„Fótboltinn á Íslandi er orðinn mjög hraður en dómararnir hafa ekki fylgt nægilega vel eftir. Þetta er ekki bara ég að kvarta. Það eru mistök gerð og dómararnir þurfa að stíga upp."
„Ég veit að allir eru að gera sitt besta og leikurinn í kvöld var mjög hraður. Þetta er erfitt fyrir dómarana en farið út að hlaupa og gerið bara betur."
Í viðtalinu talar Arnar nánar um leikinn, meiðslastöðuna, stigauppskeru Víkings og fleira.
Athugasemdir