Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
   sun 16. ágúst 2020 21:54
Elvar Geir Magnússon
Arnar ánægður með rauða spjaldið - „Farið út að hlaupa og gerið betur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fékk rautt spjald í bráðfjörugum leik gegn Breiðabliki í kvöld. Arnar missti stjórn á skapi sínu þegar Blikar skoruðu ólöglegt mark og dómararnir virtust ætla að láta það telja.

Arnar telur að viðbrögð sín hafi virkað, þau hafi gert það að verkum að dómararnir byrjuðu að fara yfir þetta og dæmdu á endanum rangstöðu. Furðuleg atburðarás.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  4 Breiðablik

„Mér finnst þetta besta rauða spjaldið sem ég hef fengið á ævinni. Ég upplifði þetta þannig að markið átti að standa, þar til ég tók tryllinginn. Ég er bara ánægður með þetta rauða spjald. Það var svo gapandi augljóst að leikmaðurinn var rangstæður," segir Arnar.

„Fótboltinn á Íslandi er orðinn mjög hraður en dómararnir hafa ekki fylgt nægilega vel eftir. Þetta er ekki bara ég að kvarta. Það eru mistök gerð og dómararnir þurfa að stíga upp."

„Ég veit að allir eru að gera sitt besta og leikurinn í kvöld var mjög hraður. Þetta er erfitt fyrir dómarana en farið út að hlaupa og gerið bara betur."

Í viðtalinu talar Arnar nánar um leikinn, meiðslastöðuna, stigauppskeru Víkings og fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner