Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 18. október 2022 16:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp ákærður fyrir framkomuna um helgina
Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Enska fótboltasambandið hefur ákært Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, fyrir framkomu hans um helgina.

Klopp fékk rauða spjaldið í 1-0 sigrinum á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Klopp missti sig á 85. mínútu eftir að Anthony Taylor og aðstoðardómarar hans dæmdu ekki brot á Bernardo Silva sem reif Mohamed Salah niður á vængnum.

Klopp hefur fram á föstudag til að svara ákærunni og verður hann því líklega á hliðarlínunni gegn West Ham á morgun.

Sá þýski á von á sekt og leikbanni fyrir hegðun sína á hliðarlínunni gegn City.

Klopp talaði um það á fréttamannafundi í dag að hann hefði ekki átt að bregðast eins illa við og hann gerði.
Enski boltinn - Í draumalandi Laufdalsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner